Háskóli Íslands

New Knowledge and Changing Circumstances in the Law of the Sea

Hafréttarstofnun efndi ásamt Hafmálastofnun Suður-Kóreu (Korea Maritime Institute, KMI) til alþjóðaráðstefnu um hafréttarmál í Veröld, HÍ, dagana 28. og 29. júní 2018. Yfirskrift ráðstefnunnar var "New Knowledge and Changing Circumstances in the Law of the Sea". Alls sóttu 127 manns ráðstefnuna frá 45 löndum.
 
Á fjórða tug sérfræðinga flutti erindi í átta pallborðum á ráðstefnunni. Annars vegar var fjallað um málefni þar sem þekkingu hefur fleygt mjög fram og skilningur aukist frá þeim tíma sem hafréttarsamningurinn frá 1982 var gerður og hins vegar lögð áhersla á málefni hafréttarins þar sem grundvallarbreytingar eru að eiga sér stað vegna hnattrænnar hlýnunar.
  
Í kjölfar ráðstefnunnar var gefin út ítarleg skýrsla með útdrætti af erindum á ráðstefnunni. Auk þess er unnið að útgáfu bókar með greinum ræðumanna á ráðstefnunni. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu hennar, www.IcelandKMIConference2018.com. Þar er m.a. að finna öll erindi sem flutt voru á ráðstefnunni og skýrslu hennar.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is