Málstofa í tilefni af 20 ára afmæli Hafréttarstofnunar
Hafáherslur í formennskum Íslands í Norðurskautsráðinu, Norrænu ráðherranefndinni og samstarfi utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja.
Norræna húsinu, mánudaginn 7. október 2019 kl. 10:00-12:30
Dagskrá:
10:00-10:10 Afmælisávarp
- Björg Thorarensen, prófessor, stjórnarformaður Hafréttarstofnunar
10:10-10:30 Formennskuáætlun Norðurskautsráðsins og málefni hafsins
- Einar Gunnarsson, sendiherra, formaður embættismannanefndar Norðurskautsráðsins
10:30-10:45 Hafið í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og samstarfi utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja
- Geir Oddsson, sérfræðingur á Norðurlandadeild utanríkisráðuneytisins
10:45-11:00 Bláa hagkerfið
- Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans
11:00-11:15 Aðgerðir gegn plastmengun í norðurhöfum
- Magnús Johannesson, sérlegur ráðgjafi í norðurskautsmálum utanríkisráðuneytinu
11:15-11:30 Sóknarfæri til orkuskipta í höfnum
- Sigríður Ragna Sverrisdóttir, verkefnastjóri, Klappir Grænar Lausnir
11:30-11:45 Pólkóðinn og öryggi í siglingum á norðurslóðum
- Sverri Konráðsson, fagstjóri í siglingamálum á Samgöngustofu
Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar, forstöðumaður Hafréttarstofnunar.