Háskóli Íslands

Málstofa, „Smugudeilan - Þegar Íslendingar sóttu réttindi í Norðurhöf“, 9. október 2017

Hafréttarstofnun efndi ásamt Bókaútgáfunni Sæmundi til málstofu í tilefni af útgáfu rits Arnórs Snæbjörnssonar, “Smugudeilan – Þegar Íslendingar sóttu réttindi í Norðurhöf”, í fyrirlestrasal Sjávarútvegshússins í hádeginu 9. október 2017. Forseti Íslands flutti opnunarávarp en höfundur hélt síðan erindi og kynnti bók sína. Í kjölfarið spunnust nokkrar umræður. Málstofan var fjölsótt en Tómas H. Heiðar, forstöðumaður Hafréttarstofnunar, stýrði henni. Hafréttarstofnun styrkti jafnframt útgáfu áðurnefnds rits.  

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is