Háskóli Íslands

Alþjóðaráðstefna, „Challenges of the Changing Arctic: Continental Shelf, Navigation, and Fisheries“, Bergen, 26. og 27. júní 2014

Hafréttarstofnunin við Virginíuháskóla, Hafréttarstofnun Íslands og Háskólinn í Bergen stóðu að alþjóðaráðstefnu um norðurslóðamál, einkum landgrunnið, siglingar og fiskveiðar, í Bergen 26. og 27. júní 2014. Tómas H. Heiðar, forstöðumaður Hafréttarstofnunar, stýrði einu pallborði og á meðal fyrirlesara voru Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, Rögnvaldur Hannesson, prófessor í Bergen, og Stefán Ásmundsson, framkvæmdastjóri NEAFC. Hafréttarstofnun hlaut styrk frá Norrænu ráðherranefndinni vegna framlags sins til ráðstefnunnar. Ráðstefnan var mjög fjölsótt og hafa erindi sem þar voru flutt verið birt í ráðstefnuriti.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is