Háskóli Íslands

Málstofa, „Nýr hafréttarsamningur? Verndun og sjálfbær nýting líffræðilegs fjölbreytileika hafsins utan lögsögu ríkja (BBNJ)“, 22. september 2017

Hafréttarstofnun efndi til málstofu í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í hádeginu 22. september 2017. Matthías G. Pálsson frá utanríkisráðuneytinu og Stefán Ásmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu héldu erindi, auk Tómasar H. Heiðar, forstöðumanns Hafréttarstofnunar, sem stýrði jafnframt málstofunni. Málstofan var fjölsótt og urðu líflegar umræður í kjölfar framsöguerinda.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is