Háskóli Íslands

Málstofa í tilefni af 20 ára afmæli Ródos-akademíunnar í hafrétti, Sameinuðu þjóðunum, New York, 12. júní 2015

Hafréttarstofnun stóð fyrir málstofu í Sameinuðu þjóðunum í New York 12. júní 2015 til að minnast 20 ára afmælis Ródos-akademíunnar í hafrétti sem stofnunin á aðild að. Tómas H. Heiðar, forstöðumaður Hafréttarstofnunar, stýrði málstofunni sem var fjölsótt og kynnti starfsemi Ródos-akademíunnar. Í kjölfarið fluttu nokkrir fyrrverandi nemendur akademíunnar fyrirlestra og var Birgir Hrafn Búason frá utanríkisráðuneytinu þar á meðal.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is