Námskeið
Ródos-akademían í hafrétti, sem Hafréttarstofnun á aðild að, heldur þriggja vikna námskeið á eyjunni Ródos, Grikklandi, í júlí ár hvert. Um er að ræða helsta námskeið í hafrétti í heiminum. Hafréttarstofnun veitir að jafnaði nokkra styrki árlega til þátttöku í námskeiðinu og eru þeir auglýstir í upphafi viðkomandi árs. Nánari upplýsingar um styrkina hér.
Ródos-akademían í hafrétti var stofnuð árið 1995 og fyrsta námskeið hennar haldið árið eftir. Hafréttarstofnun gerðist aðili að Ródos-akademíunni árið 2002 og á forstöðumaður stofnunarinnar sæti í stjórn akademíunnar.
Auk Hafréttarstofnunar standa eftirfarandi fimm stofnanir að akademíunni:
- the Aegean Institute of the Law of the Sea and Maritime Law, Ródos, Grikklandi
- Center for Oceans Law and Policy, University of New Hampshire, Bandaríkjunum
- the Centre for International Law, National University of Singapore, Singapúr
- the Max Planck Foundation for International Peace and the Rule of Law, Heidelberg, Þýskalandi
- the Netherlands Institute for the Law of the Sea, Utrecht University, Utrecht, Hollandi