Útgáfa

Í tilefni af því að 30 ár voru liðin frá lokum landhelgismálsins 1. júní 2006 gaf Hafréttarstofnun út sama ár ritið „Þorskastríðin þrjú – saga landhelgismálsins 1948– 1976“ en höfundur þess er Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, nú forseti Íslands. Tómas H. Heiðar, forstöðumaður Hafréttarstofnunar, ritaði eftirmála. Prentun annaðist Prentsmiðjan Oddi.
 
Hafréttarstofnun hefur enn fremur veitt styrki til útgáfu rita á sviði hafréttar. Forstöðumaður stofnunarinnar hefur einnig verið á meðal ritstjóra bóka þar sem erindi eru birt frá alþjóðaráðstefnum sem Hafréttarstofnun hefur átt aðild að. Vísast hér til ársskýrslna stofnunarinnar sem eru aðgengilegar annars staðar á síðunni.
 
Forstöðumaður er ritstjóri bókarinnar „New Knowledge and Changing Circumstances in the Law of the Sea" sem inniheldur greinar byggðar á erindum frá samnefndri ráðstefnu Hafréttarstofnunar frá árinu 2018 og Brill Nijhoff gaf út árið 2020.