Header Paragraph

New Knowledge and Changing Circumstances in the Law of the Sea

Image
""

New Knowledge and Changing Circumstances in the Law of the Sea

Hafréttarstofnun efndi ásamt Hafmálastofnun Suður-Kóreu (Korea Maritime Institute, KMI) til alþjóðaráðstefnu um hafréttarmál í Veröld, HÍ, dagana 28. og 29. júní 2018. Yfirskrift ráðstefnunnar var "New Knowledge and Changing Circumstances in the Law of the Sea". Alls sóttu 127 manns ráðstefnuna frá 45 löndum.
 
Á fjórða tug sérfræðinga flutti erindi í átta pallborðum á ráðstefnunni. Annars vegar var fjallað um málefni þar sem þekkingu hefur fleygt mjög fram og skilningur aukist frá þeim tíma sem hafréttarsamningurinn frá 1982 var gerður og hins vegar lögð áhersla á málefni hafréttarins þar sem grundvallarbreytingar eru að eiga sér stað vegna hnattrænnar hlýnunar.
  
Í kjölfar ráðstefnunnar var gefin út ítarleg skýrsla með útdrætti af erindum á ráðstefnunni. Auk þess er unnið að útgáfu bókar með greinum ræðumanna á ráðstefnunni. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu hennar, www.IcelandKMIConference2018.com. Þar er m.a. að finna öll erindi sem flutt voru á ráðstefnunni og skýrslu hennar.